Caution: JavaScript execution is disabled in your browser or for this website. You may not be able to answer all questions in this survey. Please, verify your browser parameters.

Inngangur

Kæri þátttakandi,

Þér er boðið að taka þátt í þessari könnun fyrir DIGI-Rangeland, verkefni þar sem kannað er hvernig stafræn tækni og nýsköpun (DTI) getur stutt við sjálfbæra búfjárrækt sem byggir á úthagabeit . Markmið þessarar könnunar er að efla skilning á þörfum, hindrunum og væntingum varðandi notkun stafrænnar tækni hjá bændum og öðrum aðilum er vinna í umhverfi búanna. Niðurstöður könnunarinnar munu stuðla að betri skilningi á raunverulegum skilyrðum innleiðingar stafrænnar tækni, og verða notaðar til að styrkja frekari rannsóknir, stefnumótun, fræðslu og þjálfun.

Þátttaka í könnuninni er valfrjáls og tekur um það bil 15-25 mínútur. Stjörnumerktum spurningum (*) þarf að svara til að halda áfram með könnunina. Könnunin er nafnlaus, engum persónugreinanlegum upplýsingum verður safnað og ekki er hægt að rekja svör beint til þín. Öll gögn verða meðhöndluð, geymd og unnin á öruggan hátt í samræmi við almenna persónuverndarreglugerð ESB (GDPR) og siðareglur íslenskra háskóla um vísindarannsóknir. Gögnum frá öllum löndunum sem taka þátt í könnuninni verður safnað saman og þau varðveitt (í allt að 5 ár eftir að verkefninu lýkur) á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða spurningar hafðu endilega samband við tengilið DIGI-Rangeland verkefnisins í þínu landi.

Með því að halda áfram, staðfestir þú að þú hafir lesið og skilið upplýsingarnar að ofan, að þú sért að minnsta kosti 18 ára og samþykkir af fúsum og frjálsum vilja að taka þátt í þessari nafnlausu könnun.